Nýjustu fréttir
Stjórnin
Stjórn foreldrafélagsins 2012-2013 Ný stjórn foreldrafélagsins var kosin á aðalfundi í maí sl. Talið frá vinstri: Gunnar Þór Jóhannesson, Sólveig B. Hlöðversdóttir, Berglind Svavarsdóttir , Hörður Sigurðsson, Anna María Bjarnadóttir, Sigurður Grétarsson, Brynhildur Grímsdóttir og Særún Sigurjónsdóttir. Á myndina vantar Selmu Guðmundsdóttur. […]
Námsgögn fyrir börn í 1. bekk
Athugið !!! Foreldrar barna í 1. bekk.Foreldrafélag Álfhólsskóla hefur fengið tilboð og gert magninnkaup á námsgögnum fyrir börn í 1.bekk, nánari upplýsingar er að finna í tölvupósti sem hefur verið sendur á foreldra barna í 1. bekk.
Skýrslueyðublað
Viðburðarnefnd – skýrslueyðublað Útbúið hefur verið sérstakt skýrslueyðublað fyrir viðburðarnefndir til að fylla út eða hafa til hliðsjónar þegar gerðar eru skýrslur eftir viðburði. Eyðublaðið má nálgast hér
Leiksýning barna á Fögrubrekku.
Miðvikudaginn 30. maí komu börn frá leikskólanum Fögrubrekku og sýndu nemendum í 1. bekk leikritið um Kardemommubæinn. Leikarar stóðu sig frábærlega vel og áhorfendur skemmtu sér vel. Hér eru myndir úr sýningu krakkanna.
Vorsýning 4. bekkjar
Föstudaginn 1. júní buðu 4. bekkingar foreldrum sínum, ömmum og öfum á sýningu í sal Digraness. Þema sýningarinnar var íslenskar þjóðsögur. 4. SS reið á vaðið með Bakkabræður. Þar var texti Jóhannesar úr Kötlum um þá bræður rappaður, fjórir þættir af […]
Merki Álfhólsskóla
Síðastliðið haust var efnt til samkeppni um lógó Álfhólsskóla. Leitað var til foreldra, nemenda, aðstandenda nemenda og starfsfólks um þátttöku. Úrskurðarnefnd var skipuð og valdi hún úr innsendum tillögum. Sú tillaga sem bar sigur úr býtum var tillaga Guðna Ragnars Björnssonar sem […]