Þróunarverkefni
Þróunarverkefni Álfhólsskóla
Um Álfhólsskóla
Álfhólsskóli er heildstæður grunnskóli staðsettur í grónu hverfi í austurbæ Kópavogs og í göngufæri við Kópavogs- og Fossvogsdal. Í skólanum eru 665 nemendur og rétt um 130 starfsmenn. Skólinn starfar í tveimur húsum, í Digranesi (Álfhólsvegur 100) fyrir nemendur í 1. – 4. bekk og í Hjalla (Álfhólsvegur 120) fyrir nemendur í 5. – 10. bekk. Skólinn hefur auk þess afnot af íþróttahúsinu Digranesi og þar hefur hluti af Dægradvöl skólans fyrir nemendur frá 1. – 4. bekk einnig verið til húsa. Skólinn byggir á langri hefð fyrir framsæknu og árangursríku skólastarfi þar sem áhersla hefur verið lögð á þátttöku í margs konar þróunarverkefnum. Í skólanum eru öflug sérkennsluver, námsver fyrir einhverfa nemendur og alþjóðanámsver. Í Álfhólsskóla er skapandi starf með fjölbreyttum kennsluháttum og nám við hæfi hvers og eins óháð menningarlegum bakgrunni.
Þróunarverkefni Álfhólsskóla
Skipurit Álfhólsskóla. Smelltu hér.
Álfhólsskóli var stofnaður vorið 2010. Stefna skólans er mótuð af skólastjórnendum. Grundvöllur stefnunnar eru niðurstöður stefnumótunarvinnu starfsmanna, foreldra og nemenda á vordögum 2012 og gögn frá skólastarfi í Digranes- og Hjallaskóla. Stefna skólans er sett fram í handbókum skólans og á […]
Álfhólsskóli verður meðal fremstu grunnskóla landsins. Álfhólsskóli tekur vel á móti öllum nemendum og einsetur sér að útskrifa fróðleiksfúsa, virka og ánægða þjóðfélagsþegna með trú á eigin hæfileika og getu. Samskipti heimila og skóla eru góð og einkennast af gagnkvæmri virðingu. […]
Saga Álfhólsskóla