Framtíðarsýn Álfhólsskóla

Álfhólsskóli verður meðal fremstu grunnskóla landsins.

Álfhólsskóli tekur vel á móti öllum nemendum og einsetur sér að útskrifa fróðleiksfúsa, virka og ánægða þjóðfélagsþegna með trú á eigin hæfileika og getu.

Samskipti heimila og skóla eru góð og einkennast af gagnkvæmri virðingu.

Í Álfhólsskóla starfar samhentur hópur áhugasamra og hæfileikaríkra starfsmanna með fjölbreytta og faglega þekkingu.

  • Álfhólsskóli tryggir að öllum nemendum líði vel jafnt í leik og starfi. Þeir fái kennslu við hæfi hvers og eins og nái hámarksárangri miðað við færni og getu. Nemendur verði ábyrgir, sjálfstæðir í vinnubrögðum og öðlist jákvæða sjálfsmynd.
  • Álfhólsskóli leggur áherslu á gott samstarf foreldra, nemenda og starfsfólks. Skólinn veitir faglega þjónustu og er með virkt og vel skipulagt stoðkerfi. Foreldrar eru ávallt velkomnir í Álfhólsskóla til að kynna sér innra starf hans. Skólinn veitir góðar upplýsingar um starfið.
  • Álfhólsskóli veitir starfsmönnum sínum góða starfsaðstöðu, gott vinnuumhverfi og hvatningu í starfi. Skólinn tryggir starfsmönnum sínum tækifæri til starfsþróunar og endurmenntunar. Álfhólsskóli er vinnustaður þar sem ríkir góður starfsandi, byggður á mikilli samvinnu og upplýsingamiðlun starfsfólks.
  • Álfhólsskóli leggur áherslu á gott samstarf við skóla, félög og stofnanir. Skólinn er umhverfisvænn skóli sem starfar í anda Grænfánans og sjálfbærrar þróunar. Álfhólsskóli er fyrirmynd annarra skóla í Kópavogi varðandi vistvæna starfshætti og umhverfisvernd.
Posted in Framtíðarsýn.