Heimsókn leikskólabarna til 1. bekkinga í Álfhólsskóla
Jólagleði ríkti er börn leikskólanna heimsóttu 1. bekkinga Álfhólsskóla þann 11. desember. Boðið var uppá kakó og piparkökur. Hér má sjá nokkrar myndir úr heimsókninni.
Fréttir af atburðum eða tilkynningum sem búnar eru:
Jólagleði ríkti er börn leikskólanna heimsóttu 1. bekkinga Álfhólsskóla þann 11. desember. Boðið var uppá kakó og piparkökur. Hér má sjá nokkrar myndir úr heimsókninni.
Nemendur og kennarar nýbúadeildar Álfhólsskóla héldu jólahátíð um daginn. Allir komu með jólapakka og fóru í leiki í tilefni aðventunnar. Jólabragur einkenndi hátíðina og allir höfðu gaman saman. Hér eru nokkrar myndir af hátíðinni.
Í gær fengu nemendur í 5. og 6. bekk Álfhólsskóla rithöfund í heimsókn. Þetta var hann Hilmar Örn Óskarsson en hann er höfundur bókanna um hana Kamillu vindmyllu. Hann las úr nýrri bókinni sem heitir Kamilla vindmylla og leiðinni úr Esjunni. […]
Vinabekkjadagur haldinn í dag í Álfhólsskóla. Jólalög, jólatré, jólastjörnur og eiginlega allt jóla sem endaði með því að í skólanum varð til svolítil jólastemmning enda stutt til jólanna. Allir með bros á vör og sannarlega gaman að hittast og föndra saman. […]
Vikuna 28.október – 1.nóvember fór 7. árgangur Álfhólsskóla í skólabúðirnar að Reykjum í Hrútafirði. Ferðin heppnaðist mjög vel og myndirnar tala sínu máli.