skolahlaup2

Skólahlaup UMSK á Kópavogsvelli

skolahlaup2

Skólahlaup UMSK var haldið á Kópavogsvelli föstudaginn 5. okt. og hófst kl. 10:00. Allir krakkar í 4. -7. bekk í grunnskólum á UMSK svæðinu var heimil þátttaka. Veitt var viðurkenning fyrir fyrstu þrjú sætin í hverjum aldursflokki hjá stelpum og strákum. Þorvaldur Tumi úr 6. bekk Álfhólsskóla var hlutskarpastur og vann gullið hjá 6. bekk á tímanum 2.44,33 mínútur. Óskum við honum til hamingju með árangurinn og vonum við að Álfhólsskóli komi einnig sterkur inn á næsta skólahlaupi.  Hér eru nokkrar myndir af hlaupinu og krækja á síðu UMSK.

Posted in Fréttir.