Þann 20.nóvember 1989 var Barnasáttmálinn samþykktur á allsherjarþingi SÞ og varð sáttmálinn því 30 ára á degi mennréttinda barna síðastliðinn miðvikudag. Barnasáttmálinn er útbreiddasti mannréttindasamingur heims og kveður á um þau réttindi sem öll börn eiga að njóta.
Dagurinn var haldinn hátíðlegur hér í Álfhólsskóla. Nemendur ræddu mannréttindi barna og unnu að margvíslegum verkefnum í tengslum við viðfangsefnið.
Á facebook síðu skólans má sjá nokkrar myndir frá þessum skemmtilega degi.