Rithöfundaheimsóknir

Við í Álfhólsskóla höfum fengið tvær heimsóknir frá rithöfundum í nóvembermánuði.

Bjarni Fritzson kom og las upp úr nýjustu bók sinni um Orra óstöðvandi fyrir 4.-7.bekk. Hjalti Halldórsson las fyrir unglingastigið úr bókinni Ys og þys útaf ÖLLU! Báðar heimsóknirnar vöktu mikla lukku og hlustuðu nemendur spenntir og áhugasamir á upplesturinn.

Posted in Fréttir.