Styrktarfélag barna með einhverfu stendur fyrir Bláum Apríl, árlegu vitundarátaki um einhverfu.
Átakið miðar að því að fræða og upplýsa almenning um einhverfu og auka þannig skilning, viðurkenningu og samþykki á því sem er “út fyrir normið”. Því öll erum við einstök og höfum okkar styrkleika og veikleika og það á við um einhverfa eins og alla aðra. Einhverfa er alls konar! Því vonum við að sem flestir sýni lit með því að klæðast bláu á bláa daginn á morgun, þriðjudag, og styrkja einhverf börn.
Fögnum fjölbreytileikanum! Því lífið er blátt á mismunandi hátt.
Undanfarin ár hafa margir brugðið á það ráð að setja myndir á instagram og facebook merktar #blarapril sem hefur gætt daginn skemmtilegum blæ og hjálpað til við að breiða út þennan jákvæða boðskap.
Hér má sjá stutt fræðslumyndband um einhverfu