Heilsudagar fóru fram í Álfhólsskóla 21. og 22.mars. Dagskráin var afar fjölbreytt að vanda og tóku nemendur og starfsfólk þátt í fjölbreyttum heilsutengdum verkefnum.
Nemendur á yngsta stigi fóru í ýmsa hópleiki, unnu heilsutengt verkefni á ipad, sprikluðu í sundi, stunduðu jóga, tefldu skák, stigu dans og sýndu listir sínar í fimleikahúsi Gerplu.
Nemendur á miðstigi tóku þátt í Álfhólsleikum í íþróttahúsinu, skelltu sér á skauta og í frjálsar íþróttir, tóku þátt í bandý eða Zumba út frá áhuga og fengu fræðslu frá SAFT.
Nemendur á unglingastigi fóru í heilsuræktina Worldclass, fengu kynningu á Bootcamp og Crossfit, fóru í sund, frjálsar íþróttir og karate, fengu fræðslu frá ofbeldisvarnarskólanum, flugukastskennslu og kennslu í skyndihjálp og næringarfræði.
Dagarnir tókust afar vel og eiga nemendur og starfsfólk þakkir skyldar fyrir virkni og jákvæðni. Sérstakar færum við þeim sem tóku á móti okkur og/eða heimsóttu í skólann með fræðslu hvers konar.
Á facebooksíðu skólans má nálgast myndir frá þessum skemmtilegu dögum.