Sterkari út í lífið

Nýverið var opnuð vefsíðan sjalfmynd.is þar sem má finna ýmsan fróðleik um sjálfsmynd barna og ungmenna og verkfærakistu. Við hvetjum alla til að kíkja á þessa síðu sem er þróuð af fagfólki.

Markmiðið með vefsíðunni er að auka aðgengi foreldra að efni sem hægt er að nota heima við og styrkir sjálfsmynd. Þessu efni er ætlað að auðvelda samtöl um ýmislegt sem snertir styrkingu sjálfsmyndar barna og unglinga. Einnig er möguleiki fyrir kennara og annað fagfólk sem starfar með þessum hóp að nýta sér efnið. Reglulega mun bætast við greinasafn og verkfærakistur. Allt efni hvílir á traustum gagnreyndum grunni.

Efni síðunnar kemur ekki í stað meðhöndlunar frá fagaðila ef þess þarf.

Posted in Fréttir.