alfholsskolilogo

Skólaslit í Álfhólsskóla 2017

Skólaslit Álfhólsskóla fóru fram í dag.  Þar með lauk sjöunda starfsári Álfhólsskóla.  Skólastarfið var mjög fjölbreytt og var spjaldtölvuvæðing skólans mjög áberandi í skólastarfinu.  Skólinn hlaut nokkrar tilnefningar og eina viðurkenningu fyrir framúrskarandi skólastarf.   Álfhólsskóli vill þakka nemendum, foreldrum, starfsfólki og velunnurum fyrir gott samstarf á þessu skólaári.  Skólastarf hefst að nýju 22. ágúst með skólasetningu.  
Posted in Fréttir.