Mánudaginn 8.júní fengu nemendur í 7.bekk Álfhólsskóla góða heimsókn. Garðar Árnason flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni kom og sagði frá störfum Gæslunnar við Miðjarðarhafið. Hann sýndi nemendum myndir og svaraði spurningum nemenda.
Þá kom Gísli Einarsson fréttamaður hjá RÚV og sagði frá upplifun sinni við gerð heimildamyndarinnar Flóttin yfir Miðjarðarhaf sem sýnd var á RÚV fyrir stuttu.
Markmiðið með heimsóknunum var að vekja nemendur til umhugsunar um ólíkar aðstæður fólks í heiminum og hvernig við sem lítil þjóð getum lagt af mörkum til að hjálpa fólki í neyð.
Þá kom Gísli Einarsson fréttamaður hjá RÚV og sagði frá upplifun sinni við gerð heimildamyndarinnar Flóttin yfir Miðjarðarhaf sem sýnd var á RÚV fyrir stuttu.
Markmiðið með heimsóknunum var að vekja nemendur til umhugsunar um ólíkar aðstæður fólks í heiminum og hvernig við sem lítil þjóð getum lagt af mörkum til að hjálpa fólki í neyð.