Vorferð 3.bekkjar Álfhólsskóla var farin á Grjóteyri í Kjós mánudaginn 1.júní. Veðrið var ágætt þennan dag sólskín en nokkuð hvasst og hiti þokkalegur. Hundurinn á bænum tók á móti okkur með því að hoppa upp í rútuna og heilsa börnunum. Þegar bændur voru búnir að heilsa okkur var tekin sú ákvörðun að fá okkur nestið. Eftir morgunhressinguna var farið í útihús, þar fengu börnin að sjá merar með folöldin sín, hænur og unga, hvolp, kettlinga, kiðling, kindur með lömbin sín og kú með kálf.
Loks enduðum við á að borða pylsur, skoða nokkra dráttarvélar og fjórhjól ásamt því að leika okkur í þeim leiktækjum sem voru við bæinn. Þetta var skemmtilegur og fróðlegur dagur í sveitinni. Hér eru myndir úr ferðinni.