
Síðastliðinn þriðjudag fóru nemendur 8. bekkja skólans í Búrfellsgjá. Þetta var flottur dagur og veðrið var einstakt. Skoðuðum við réttina, hellisskútana og sumir nemendur komust svo langt að kíkja á sjálfan gíg Búrfells. Einstök fegurð og stórbrotið útsýni í nágrenni Kópavogs. Allir nutu þess að hefja starf vetrarins á góðri og hressri göngu í fallegri náttúru. Hér eru nokkrar
myndir sem teknar voru af hópnum og náttúrudýrðinni.