Frábær árangur skáksveitar Álfhólsskóla

Nemendur Álfhólsskóla tóku um helgina þátt í Norðurlandamóti unglingaskóla í skák og náði þeim frábæra árangri að verða í þriðja sæti.
Þessi árangur er ekki síst eftirtektarverður því meðalaldur nemenda sveitarinnar var sá lang lægsti á mótinu og heildarstigafjöldi liðsins sá næst lægsti. Almennt voru sveitirnar skipaðar 16 ára nemendum.

Sveit Álfhólsskóla skipuðu:

Atli Mar Baldursson 9. KG
Dawid Pawel Kolka (útskrifaður vorið 2016)
Guðmundur Agnar Thoroddsen 10.HGG
Halldór Atli Kristjánsson 8.SÞÞ
Róbert Luu 6. MÓM

Posted in Fréttir.