Kópurinn 2023

Kópurinn, viðurkenningar menntaráðs Kópavogs fyrir framúrskarandi grunnskóla- og frístundastarf í Kópavogi, var veittur við hátíðlega athöfn í Salnum miðvikudaginn 17. maí. Alls bárust 15 tilnefningar til menntaráðs og voru veittar sex viðurkenningar fyrir verkefni sem þóttu fela í sér umbætur eða leiða til framfara í skóla og frístundastarfi.

Berglind Hulda Theodórsdóttir, Edda Rut Þorvaldsdóttir, Margrét Ósk Marinósdóttir og Guðrún Ósk Traustadottir í Álfhólsskóla hlutu viðurkenningu fyrir verkefni sitt Stærðfræðiþema í 7. bekk. Nemendur unnu verkleg stærðfræðiverkefni og var afraksturinn m.a. sýndur á menntabúðum í Snælandsskóla í mars. Verkefnið jók skilning nemenda á stærðfræði og tengdi fagið við raunveruleikann og hvernig stærðfræðin tengist inn í hið daglega líf alla daga.
Posted in Fréttir.