Í gær útskrifuðust nemendur í 10.bekk úr Álfhólsskóla við hátíðlega athöfn í sal skólans Hjallameginn. Athöfnin hófst á ræðu skólastjóra og afhendingu vitnisburðar til nemenda. Fulltrúar 10.bekkjar úr nemendaráði Öll sem eitt, Almar Logi Ómarsson, Friðjón Ingi Guðjónsson, Hrafnhildur Freyja Einarsdóttir, Jeremi Örn Bukowski, Hrefna Lind Grétarsdóttir og Kristbjörg María Kjartansdóttir, fluttu kveðju fyrir hönd nemenda. Hrafnhildur Freyja Einarsdóttir flutti lagið „Slipping through my fingers“ eftir Abba við mikinn fögnuð áhorfenda.
Við óskum öllum flottu nemendum okkar í 10.bekk innilega til hamingju með áfangann!
Á facebook síðu skólans má skoða myndir frá athöfninni.