Um þessar mundir eru skólamenningarfundir í Álfhólsskóla. Fundirnir eru með svokölluðu þjóðfundarfyrirkomulagi. Nemendur rýna í skólamenninguna og koma með hugmyndir um það hvernig megi efla hana enn frekar, fyrst einstaklingslega en svo í litlum hópum. Að lokum kynna hóparnir niðurstöður sínar fyrir árganginum. Fundirnir fara mjög vel af stað í ár. Nemendur eru með fullt af frábærum hugmyndum um það hvernig megi gera góða menningu betri og við hlökkum til að koma þeim í framkvæmd. Þjóðfundarfyrirkomulagið er mjög hentugt verkfæri í þessa vinnu og er mjög gaman að sjá hvað nemendur eru orðnir þjálfaðir í lýðræðislegum vinnubrögðum sem þessum. Á starfsdaginn 6.október er svo á áætlun að halda skólamenningarfund með starfsfólki.
Niðurstöður fundanna verða aðgengilegar á heimasíðu skólans þegar allir árgangar eru búnir að halda fund.