Starfamessa foreldrafélagsins

Síðastliðin miðvikudagsmorgun var haldin Starfamessa foreldrafélagsins í sal skólans í Hjalla. Foreldrar kynntu störf sín á básum, nemendur á unglingastigi gengu á milli bása og spurðu foreldrana spjörunum úr. Að því loknu unnu nemendur stutt hópverkefni um Starfsmessuna. Við þökkum þeim foreldrum sem tóku þátt í þessu verkefni kærlega fyrir þátttökuna. Þetta var mjög skemmtilegt.

Á facebooksíðu skólans og facebooksíðu foreldrafélagsins má sjá myndir og myndskeið frá Starfamessunni.

Posted in Fréttir.