Starfamessa 8.janúar 2020

Starfamessan er samstarfsverkefni Álfhólsskóla og Foreldrafélags Álfhólsskóla.

HVAÐ? Starfamessa er tækifæri fyrir unglinga í 8. – 10. bekk að kynnast fjölbreyttum valkostum í námi og margvíslegum störfum.

HVERS VEGNA?
• Tengja við pælingar unglingana um framtíðarnáms- og starfsval.
• Ala á forvitni um fjölbreytni og starfa á vinnumarkaði.
• Taka þátt í skólastarfi og styðja við uppbyggingu á náms- og starfsfræðslu.

HVERJIR? Allir foreldrar og aðstandendur sem ekki aðeins finnst gaman að tala um starf sitt heldur einnig að miðla upplýsingum um nýungar á sínum starfsvettvangi.

AF HVERJU AÐ TAKA ÞÁTT? 
Foreldrar eru miklir áhrifavaldar þegar kemur að náms- og starfsvali barna sinna. Það skiptir máli að unglingar séu fræddir um fjölbreytni náms og starfa til að sjá fyrir sér framtíðarnámsleið og starfsvettvang. Hér er einnig gott tækifærið til að styrkja samstarf heimila og skóla.

UNDIRBÚNINGUR: Hafa gaman af því að spjalla um starfið sitt og svara spurningum.

HVENÆR OG HVERSU LENGI? 
Miðvikudaginn 8. janúar frá kl. 8:30 – 10:00.
Hver árgangur hefur um 40 mínútur til að fara á milli fólks til að spjalla og fræðast.

Því fleiri þátttakendur úr hópi foreldra því skemmtilegra verður þetta!

TILKYNNA ÞÁTTTÖKU!

Vinsamlega tilkynnið þátttöku með því að fara á eftirfarandi slóð og fylla út eyðublaðið – https://forms.gle/VqKMtcrziNu26DZd8

Vinsamlega tilkynnið þátttöku eigi síðar en 16. desember n.k.

Ef einhverjar spurningar vakna þá er hægt að hafa samband við Jónínu Kárdal (joninaka@icloud.com) eða Karl Einarsson (karleinars75@gmail.com ).

Starfamessan er mikilvægur viðburður fyrir nemendur og því eru foreldrar hvattir til að taka þátt.

Hér má sjá myndband frá starfamessunni 2018.

Posted in Fréttir.