Menntabúðir #Kopmennt í Álfhólsskóla

Í gær voru menntabúðir #Kopmennt haldnar í Álfhólsskóla. 

Menntabúðir #kopmennt eru haldnar einn mánudag í mánuði í grunnskólum Kópavogs. Kennarar frá öllum skólastigum og áhugafólk um menntamál eru hjartanlega velkomin að sækja búðirnar með okkur.

Markmið menntabúða #Kopmennt eru að:

  •  Miðla þekkingu og reynslu – Læra hvert af öðru.
  • Skapa samstarfsvettvang sem snýr að starfsþróun og símenntun.
  • Fá utanaðkomandi aðila til að koma með kynningu á nýjungum í skólastarfi sem lærdómssamfélagið kemur sér saman um að vilja kynna sér betur.
  • Styðja við og styrkja lærdómssamfélagið sem þegar hefur myndast í skólanum

Það var metskráning, rúmlega 120 manns, þrátt fyrir snjó og landsleik! Við erum sérstaklega stolt af því að 11 vinnubúðir af 12 voru í umsjón kennara frá okkur í Álfhólsskóla. Þetta var ákaflega vel heppnað og fóru vonandi allir heim með nýjar hugmyndir og fróðleik.

Á facebooksíðu skólans má finna myndir frá menntabúðnum.

Posted in Fréttir.