Tækjalaus dagur

Þann 11. janúar næstkomandi er tækjalaus dagur hjá okkur í Álfhólsskóla. Þá ætlum við öll, nemendur og starfsfólk, að hvíla snjalltækin (símana og spjaldtölvurnar) og tölvurnar á skólatíma auk þess sem leitast verður eftir því að spara rafmagn, slökkva ljósin og kveikja á kertum. Geymum tækin heima þennan dag.

Nemendur og foreldrar eru hvattir til þess að halda tækjalausa deginum áfram heima. Kveikja á kertum, spila saman og/eða spjalla.

Posted in Fréttir.