TUFF Kópavogur

Kópavogsbær tekur þátt í verkefninu TUFF-Ísland. Verkefnið snýst um að virkja öll börn til þess að taka þátt í íþróttum eða tómstundum.

Miðvikudaginn 21. nóvember, fengu allir nemendur Álfhólsskóla góða heimsókn sem var hluti af innleiðingu á verkefninu.
Allir nemendur fá við lok dags kynningarblað með sér heim til að sýna foreldrum.

TUFF vinn­ur fyr­ir öll börn, en lögð er sér­stök áhersla á að hjálpa börn­um sem hafa sök­um fé­lags­legra eða efna­hags­legra aðstæðna ekki tæki­færi til þess að taka þátt í íþrótt­um eða tóm­stund­um.

Einnig hef­ur verið horft til þess að jafna hlut barna sem eru af er­lend­um upp­runa þegar kem­ur að ástund­un íþrótta. Verk­efnið byrjaði sem til­rauna­verk­efni í Breiðholti og er nú komið inn í allt íþrótt­astarf í Kópa­vogi, er að hefja verk­efni í öðrum hlut­um Reykja­vík­ur og stefnt er að því að næsti viðkomu­staður verði Ak­ur­eyri.

Markmiðið með TUFF-Kópavogur er í stuttu máli að við í Kópavogi viljum tryggja með markvissum hætti að öll börn og unglingar séu hvött til þátttöku í íþróttum og tómstundum, óháð bakgrunni, uppruna, félagslegum eða efnahagslegum aðstæðum.

Öllum börnum í Kópavogi sem ekki hafa áður tekið þátt í skipulögðu íþróttastarfi, verður boðið taka þátt sér að kostnaðarlausu í þrjá mánuði hjá aðilum sem taka þátt í verkefninu. Þeir eru: HK, Gerpla, Breiðablik, Tennisfélag Kópavogs, Dansíþróttafélag Kópavogs, Dansfélagið Hvönn, Hestamannafélagið Sprettur og GKG golfklúbbur.

Nemendur sem stunda íþróttir eru hvattir til að bjóða þeim skólafélögum sínum sem ekki stunda íþróttir með á æfingu.

Í gegnum tómstundir og íþróttir er markvisst unnið að því að styrkja sjálfsmynd barna og ungmenna og kenna viðurkennd gildi íslensks samfélags, grunnréttindi og skyldur.

Þess má geta að forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson er verndari TUFF-Ísland.

Nánar um TUFF-Ísland:

TUFF Ísland er verkefni sem nota íþróttir og tómstundir til þess að kenna börnum mikilvæg samfélagsleg gildi, viðurkenndar leikreglur samfélagsins og brúa menningarlegt bil milli barna af fjölbreyttum uppruna. Áhersla er lögð á umburðarlyndi, samkennd og gagnkvæma virðingu, óháð uppruna, þjóðerni, tungumáli og trúarbrögðum. Þetta er forvarnarverkefni sem miðar að því að öll börn, burtséð frá bakgrunni eða uppruna, upplifi sig sem hluta af heild. Það gerir þau sterkari einstaklinga í samfélaginu, tryggir betri árangur þeirra í námi og gefur þeim mikilvægan grunn fyrir framtíðina.

Lögð er sérstök áhersla á að hjálpa börnum sem hafa sökum félagslegra eða efnahagslegra aðstæðna, ekki tækifæri til þess að taka þátt í íþróttum eða tómstundum. Einnig er lögð áhersla á að ná til barna af erlendum uppruna. Þátttaka barna í íþróttum og tómstundum er mikilvæg leið til þess að koma í veg fyrir félagslega einangrun og í tilviki barna af erlendum uppruna, stuðlar betur að því að börnin og fjölskyldur þeirra aðlagist betur íslensku samfélagi. Mikilvægt er að vinna með foreldrum erlendra barna til þess að kynna fyrir þeim þau tækifæri sem börn þeirra hafa til þátttöku í íþróttum og tómstundum.

TUFF-samtökin eru alþjóðleg samtök, The Unity of Faiths Foundation, skammstafað TUFF.

Posted in Fréttir.