Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin í 7.bekk var sett á sal skólans í Hjalla á degi íslenskrar tungu 16. nóvember síðastliðinn. Sigurvegarar skólans frá því í fyrra lásu fyrir nemendur og Elísabet deildarstjóri sagði nokkur orð um mikilvægi lesturs og því að viðhalda íslenskri tungu. Í lokin tók svo allur hópurinn lagið saman. Því næst fóru nemendur í 7. bekk í leikskóla í nágrenninu og lásu fyrir leikskólanemendur. Nemendur 7. bekkjar stóðu sig mjög vel og nutu börnin öll samverunnar.

Posted in Fréttir.