Miðvikudaginn 6. júní voru 70 nemendur 10.bekkjar Álfhólsskóla útskrifaðir.
Athöfnin hófst á ræðu skólastjóra og afhendingu viðurkenninga til nemenda. Fulltrúi foreldra flutti kveðju til skólans og afhenti matreiðslumeistara skólans viðurkenningu frá foreldrum og nemendum. Alicja Adamowska flutti kveðju fyrir hönd útskriftarnema.
Við athöfnina flutti Bryndís Bergmann Oddsdóttir söngatriði og Halldór Óli Ólafsson lék á píanó. Bæði voru að útskrifast og fluttu þarna eigin frumsamin verk.
Eftirtaldir nemendur fengu viðurkenningar:
Karen Ýr Sigurbjörnsdóttir fyrir félagsstörf frá foreldrafélaginu, Birgitta Rún Skúadóttir og Pedro Miguel Alves Monteiro fyrir íþróttir, Hekla Eggertsdóttir fyrir leiklist og einnig fyrir jákvæðni, seiglu og framfarir í námi, Kristján Kolka 10.PBP fyrir jákvæðni, vinnusemi og seiglu í námi, Bryndís Bergmann Oddsdóttir fyrir myndlist, Anh Thu Vu fyrir hönnun og smíði og textíl, Halldór Óli Ólafsson fyrir tónlist, Inga Rós Ingimundardóttir fyrir dönsku frá danska sendiráðinu, íslensku og samfélagsfræði, Atli Mar Baldursson fyrir ensku, Mikael Norðquist fyrir náttúrufræði, Guðmundur Brimir Björnsson fyrir stærðfræði og Bryndís Arna Sigurðardóttir fyrir sænsku frá sænska ríkinu.
Eftir athöfnina bauð skólinn öllum viðstöddum til veislu.