Landnámshátíð 5.bekkja 2018

Þriðjudaginn 29. maí var Landnámshátíð 5. bekkja Álfhólsskóla. Dagsráin var hefðbundin en hátíðin er uppskeruhátíð um Landnám Íslands.    Dagurinn hófst á skrúðgöngu frá Hjalla með viðkomu í Digranesi.  Haldið var áfram göngunni á Víghól og við tók vinna í hópum.  Ýmislegt skemmtilegt var í boði s.s. grillað á eldstæði, vefuð vinabönd, leikir frá landnámsöld, samgöngur á hestum, skilmingar með sverði og skyldi.   Veðrið lék ekki alveg við okkur því nokkuð hvasst var á Víghól þennan dag en eins og sannir víkingar létu fæstir veðrið trufla góða skemmtun.

Posted in Fréttir.