Tónleikar barnakórs Álfhólsskóla

Laugardaginn 26. maí hélt barnakór Álfhólsskóla glæsilega vortónleika í Hjallakirkju.
Kórinn samanstendur af nemendum á yngsta stigi skólans.
Fjölmenni var á tónleikunum og listamönnunum vel fagnað.
Glæsileg frammistaða hjá krökkunum og kórstjórunum Silju Garðarsdóttur og Svanfríði Hlín Gunnarsdóttur. Þær hafa unnið frábært starf með krökkunum í vetur.

Posted in Fréttir.