Kór Álfhólsskóla hélt jólatónleika í salnum í Hjalla laugardaginn 9. desember fyrir fullum sal. Þetta voru fyrstu tónleikar kórsins og stóðu krakkarnir sig frábærlega. Fyrst söng 1. bekkur fjögur lög, 2. – 4. bekkur einnig fjögur lög og eftir uppklapp sungu allir saman lokalag.
Stjórnendur kórsins eru þær Silja Garðarsdóttir og Svanfríður Hlín Gunnarsdóttir.

Tónleikar kórs Álfhólsskóla
Posted in Kór.