Þemadagar í Álfhólsskóla 2017

Álfhólsskóli hélt þemadaga 3. – 4. október.  Inntak þeirra var mismunandi eftir stigum.  Yngsta stigið vann með skólabraginn, miðstigið var með tónlist og unglingastigið var með unglingamenningu.  Mismunandi var unnið og afraksturinn var hinsvegar frábær eins og gefur að skilja.  Innan árganga var nemendum skipt og þeim boðið að vinna með breiðari hópi einstaklinga en venjulega.  Þemað skoðað og unnið með það á ólíka vegu.  Unglingarnir unnu mjög mikið í hópum og áttu að skila afrakstri helst á rafrænu formi.  Þar sá maður Kahoot verkefni, bókaklúbbsverkefni, ýmislegt fleira sem tengist menningu unglingsins.  Nemendur á miðstigi gerðu tónlistina að viðfangsefni sínu sem leiddi af sér flautugerð, regnstokkagerð, pub quiz, tónlistartengt promps, wall of fame o.fl. Yngsta stigið vann með skólabraginn sinn og þar var mikið áhugavert á döfinni þessa tvo daga.  Hér eru nokkrar myndir úr þemanum í vikunni.  
Posted in Fréttir.