Álfhólsskóli gefur ekki út sérstaka innkaupalista á skólavörum fyrir nemendur í 8. – 10. bekk.
Skólinn leggur áherslu á að nemendur nýti sér sem mest af því sem þeir eiga frá fyrri árum.
Eftirfarandi gildir fyrir alla nemendur á unglingastigi:
• Allir nemendur eiga að hafa öll nauðsynleg skriffæri ásamt gráðuboga, reglustriku og hringfara.
• Mjög æskilegt að nemendur hafi heyrnartól fyrir spjaldtölvurnar.
• Nemendur hafa aðgang að rafrænum orðabókum í erlendum málum í skólanum s.s. snara.is og ordabok.is en einnig orðabækur á bókasafni. Það er kostur ef nemendur hafa einnig aðgang að orðabókum heima.
• Áríðandi er að allir nemendur hafi íþróttaföt (stuttbuxur, bol, íþróttaskó, handklæði og sundföt)
Það er mikilvægt að nemendur temji sér að halda vel utan um öll námsgögn. Því er gott að eiga teygjumöppu(r) og/eða möppu(r) til að halda utan um laus blöð og verkefni.
Við leggjum áherslu á að nemendur nýti sér spjaldtölvuna í auknu mæli til að taka glósur en þrátt fyrir það þurfa nemendur að hafa 2 – 3 A4 línustrikaðar gormabækur og eina A4 reiknisbók. Jafnframt er gott að hafa 2 glósubækur A5 sérstaklega fyrir erlend tungumál.
Flestir ættu að eiga bækur og möppur frá fyrra ári sem þeir geta byrjað á að nýta áfram. Síðan er hægt að kaupa eina og eina bók eða möppu eftir þörfum yfir veturinn í stað þess að vera kaupa lager á haustin sem óvíst er að verði notaður.
Nemendur eiga að geta notað spjaldtölvuna sem reiknivél og því ekki nauðsynlegt að kaupa reiknivélar sérstaklega.
Mörgum nemendum finnst hins vegar þægilegra að nota hefðbundnar reiknivélar. Ef ráðist er í kaup á slíkum vélum er nemendum bent á að fá ráðleggingar áður hjá stærðfræðikennurum. Flestir framhaldsskólar gera enn kröfur um ákveðnar tegundir reiknivéla og því rétt að hafa það í huga ef nemendur á unglingastigi kaupa reiknivélar.
Skólinn leggur áherslu á að nemendur nýti sér sem mest af því sem þeir eiga frá fyrri árum.
Eftirfarandi gildir fyrir alla nemendur á unglingastigi:
• Allir nemendur eiga að hafa öll nauðsynleg skriffæri ásamt gráðuboga, reglustriku og hringfara.
• Mjög æskilegt að nemendur hafi heyrnartól fyrir spjaldtölvurnar.
• Nemendur hafa aðgang að rafrænum orðabókum í erlendum málum í skólanum s.s. snara.is og ordabok.is en einnig orðabækur á bókasafni. Það er kostur ef nemendur hafa einnig aðgang að orðabókum heima.
• Áríðandi er að allir nemendur hafi íþróttaföt (stuttbuxur, bol, íþróttaskó, handklæði og sundföt)
Það er mikilvægt að nemendur temji sér að halda vel utan um öll námsgögn. Því er gott að eiga teygjumöppu(r) og/eða möppu(r) til að halda utan um laus blöð og verkefni.
Við leggjum áherslu á að nemendur nýti sér spjaldtölvuna í auknu mæli til að taka glósur en þrátt fyrir það þurfa nemendur að hafa 2 – 3 A4 línustrikaðar gormabækur og eina A4 reiknisbók. Jafnframt er gott að hafa 2 glósubækur A5 sérstaklega fyrir erlend tungumál.
Flestir ættu að eiga bækur og möppur frá fyrra ári sem þeir geta byrjað á að nýta áfram. Síðan er hægt að kaupa eina og eina bók eða möppu eftir þörfum yfir veturinn í stað þess að vera kaupa lager á haustin sem óvíst er að verði notaður.
Nemendur eiga að geta notað spjaldtölvuna sem reiknivél og því ekki nauðsynlegt að kaupa reiknivélar sérstaklega.
Mörgum nemendum finnst hins vegar þægilegra að nota hefðbundnar reiknivélar. Ef ráðist er í kaup á slíkum vélum er nemendum bent á að fá ráðleggingar áður hjá stærðfræðikennurum. Flestir framhaldsskólar gera enn kröfur um ákveðnar tegundir reiknivéla og því rétt að hafa það í huga ef nemendur á unglingastigi kaupa reiknivélar.