![](http://lsk.kopavogur.is/alfholsskoli/wp-content/uploads/sites/5/2017/06/list-og-verk2.jpg)
Verkefnið „Rafrænar ferilmöppur í list- og verkgreinum“ frá Álfhólsskóla var eitt þessara verkefna sem hlaut viðurkenningu. Kennararnir Árni Jónsson, Eygló Jósephsdóttir, Ingibjörg Ólafía Ólafsdóttir og Helga Björg Barðadóttir í Álfhólsskóla stýrðu þessu verkefni og fengu að kynna það fyrir viðstöddum. Um er að ræða vinnuferli þar sem nemendur skrá ferli verkefna sem þau vinna í list- og verkgreinum frá upphafi til lokaafurðar. Nemendur taka myndir á meðan verkefnin eru unnin og lýsa einnig vinnu við verkefnin með því að nota orð og hugtök sem tengjast faginu hverju sinni.Frábært fyrir okkar skólastarf en einnig fékk skólinn viðurkenningu fyrir Landnámshátíð 5. bekkja og einnig fyrir Stefnumótun skólans. Þökkum við kærlega fyrir þessar viðurkenningar sem segja okkur að við erum á réttri leið fyrir nemendur okkar í átt að framúrskarandi skólastarfi.