Í dag var uppskeruhátíð í skólanum er verkefninu Vinnum saman lauk. Í heildina tókst verkefnið með miklum ágætum. Verkefnið náði til nemenda miðstigs og blönduðust nemendur milli bekkja og árganga. Margvísleg nálgun nemenda um viðfangsefni allt frá því að vinna að eftirlíkingu á Kínamúrnum, fjalla um menningu hinna ýmsu landa en þemað var einmitt ólíkir menningarheimar. Mörg frumleg verkefni litu dagsins ljós s.s. spil, spurningar um lönd og staðreyndir, fjárhættuspil, kynning á skemmtigörðum, smíði á musteri, umfjöllum um dýr á framandi stöðum, píramítar, púsluspil o.fl. Nemendur buðu foreldum sínum og glöddust allir yfir góðum árangri. Skemmtileg vinna og allt í þágu ólíkra menningaheima. Hér eru myndir af deginum okkar.