Stefnumótunardagur var haldinn í Álfhólsskóla þriðjudaginn 26. apríl. Í upphafi dagsins voru nemendur með sínum umsjónarkennara og unnu í hópum. Foreldrar og aðstandendur nemenda voru í umræðum með Einar Birgi á sal. Umræður voru nokkrar og voru spurningar lagðar fram til umræðu og skoðanaskipta. Niðurstöðum var haldið til haga og nýttu nemendur sér notkun ipada til að koma sínum niðurstöðum á rétta staði. Spurningar sem unnið var með voru úr teknar úr aðalnámskrá grunnskóla og vörðuðu mikið ábyrgð nemenda á eigin námi, ábyrgð þeirra á framkomu og samskiptum o.s.frv. Hér er skjal sem var haft til hliðsjónar í vinnunni á stefnumótunardeginum. Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru í vinnuferlinu á stefnumótunardeginum okkar.