Verðlaunahafar í ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs

Verðlaunaafhending í ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs  fór fram þann 21.janúar í Salnum Kópavogi. Þær Martyna Joanna Szopa og Oliwia Lenska sem eru í 7.HHR í Álfhólsskóla hrepptu þar efsta sætið með ljóð sitt: Ég sit á göngustígnum. Þær eru báðar pólskar og hafa búið á Íslandi í 5 og 8 ár með mæðrum sínum. Einnig fengu Sóley Erla Jónsdóttir 6.SÓ og  Þorvaldur Tumi Baldursson  6. HGG viðurkenningu fyrir sín ljóð.

Posted in Fréttir.