Afmæli Kópavogsbæjar

Sæl öll !
Kópavogsbær býður bæjarbúum öllum á stórtónleika í Kórnum þann 10. maí næstkomandi. Tónleikarnir verða fjölbreyttir og stórskemmtilegir, fram koma listamenn sem flestir eru fyrrverandi eða núverandi Kópavogsbúar, stórstjörnur á öllum aldri. 400 börn stíga á stokk og syngja undir stórn Þórunnar Björnsdóttur, Skólahljómsveitin leikur, Gerpla kemur fram en þar fyrir utan stjörnur á borð við Sölku Sól, Rió tríó, Dr. Gunna, Guðrúnu Gunnars og Stefán Hilmarsson og fleiri. Húsið opnar klukkan 15 en tónleikarnir hefjast klukkan 16.

Í viðhengi er auglýsing um tónleikana sem væri gott að þið senduð á foreldra barna í ykkar skólum og leikskólum. Kópavogsbær vonast eftir sem flestum á þennan glæsilega viðburð og við þiggjum alla hjálp í að kynna hann.

Þar fyrir utan langar mig að segja ykkur að við munum dreifa blöðrum í alla skóla og leikskóla til að gefa börnunum í bænum, við mælumst til þess að þeim verði dreift á föstudaginn 9. maí og minnt á tónleikana í leiðinni. Ef það eru skemmtilegar uppákomur í gangi þá má gjarnan láta mig vita – svo hægt sé að skrásetja og segja frá þeim viðburði.

Já og að lokum – það kemur líka súkkulaði – svona fyrir kennarastofurnar! Reiknum með þessari dreifingu á þriðju- eða miðvikudegi.

Kv.

Sigríður Björg Tómasdóttir

Almannatengill Kópavogsbæjar

570 1500 | 821 7506 | sigridur.bjorg.tomasdottir@kopavogur.is

Posted in Fréttir.