Með sanni má segja að Landsnámshátíð Álfhólsskóla hafi tekist mjög vel. Fengum við að kynnast því sem landnámsmenn Íslands hafa vafalítið lent í en það var vosbúð og nokkrar hremmingar. Þrátt fyrir rigningu héldum við okkar striki en fluttum okkur nær skólanum okkar og héldum hátíðina í skólanum og á skólalóð. Við fórum í hefðbundna skrúðgöngu með viðkomu í Digranesi, fórum í grenndarskóginn okkar og skiptum okkur síðan á vinnustöðvar. Nú sem áður voru hestarnir með okkur, það var eldað kakó og steiktar lummur, farið í leiki, barist með sverðum, stiginn Vikivaki, málaðar landnámsmyndir og vefað svo eitthvað sé nefnt. Að sjálfsögðu borðuðum við skyr og flatbrauð með hangikéti. Hér eru myndir frá hátíðinni okkar.