Tilnefning til Norrænu barnabókaverðlaunanna 2013

Norrænu barnabókaverðlaunin eru heiðursverðlaun sem norrænu skólasöfnin hafa staðið að allt frá árinu 1985.  Félag fagfólks á skólasöfnum stendur að tilnefningunni  fyrir Íslands hönd en sú bók sem tilnefnd er að þessu sinni er bókin  Játningar mjólkurfernuskálds eftir Arndísi Þórarinsdóttur.  Það ræðst síðan næsta vor hvaða bók verður valin en verðlaunin verða veitt í Færeyjum í júlíbyrjun næsta sumar. Athöfnin fór fram í sal Álfhólsskóla í gær að viðstöddum gestum. Nemendur fimmtu bekkja sungu og kváðu stemmu undir stjórn Guðrúnar Magnúsdóttur tónmenntakennara. Fyrir hönd Félags fagfólks á skólasöfnum þökkum við þeim fyrir skemmtunina sem og nemendum úr Garðaskóla sem lásu valda kafla úr bókinni. Hér eru nokkrar myndir af athöfninni. Einnig má sjá frétt af athöfninni í fréttum Stöðvar 2.

 

 

Siggerður Ólöf Sigurðardóttir
Formaður Félags fagfólks á skólasöfnum
Og forstöðumaður skólasafns Álfhólsskóla (Hjalla)

Posted in Fréttir.