flatbokuveislamidstiglesummeira

Flatbökuveisla á miðstigi

flatbokuveislamidstiglesummeiraAllir nemendur á miðstigi Álfhólsskóla hafa notið flatbökuveislu í boði skólans í viðurkenningarskyni fyrir þátttöku í spurningakeppninni Lesum meira.  Það lásu allir og tóku þátt hver með sínu sniði.  Nemendur í heimilisfræðihópi bökuðu flatbökur undir stjórn Aldísar Guðmundsdóttur sem þeir hafa síðan boðið nemendum í sínum árgangi.  Við í vinnuhópi um bætt læsi í Álfhólsskóla vonum að þið hafið notið vel og hvetjum ykkur til að lesa meira og meira.  Því lestur er bestur. Hér eru myndir úr veislunni.

Kveðja frá læsishópi
Guðlaug og Siggerður Ólöf

 

 

http://www.flickr.com/apps/slideshow/show.swf?v=122138

Posted in Fréttir.