Þrír skákmeistarar

Tólfti heimsmeistarinn í skák, Rússinn Anatolí Karpov, var í heimsókn á Íslandi helgina 7.-9. október. Þessi skemmtilega mynd var tekin af honum á Íslandsmóti skákfélaga í Rimaskóla, þar sem hann er með tveimur af efnilegustu skákmönnum Álfhólsskóla, þeim Felix og Dawid, en þess má geta að sá síðastnefndi er núverandi Íslandsmeistari barna í skák.
Með kveðju,
Smári Rafn Teitsson

Posted in Fréttir.