karnival

Karnivaldagur í Álfhólsskóla

karnivalKarnivaldagur var haldinn í Álfhólsskóla 3. júní. Dagurinn byrjaði á því að vinabekkirnir hittust.  Glöð og ánægð gengu krakkarnir fylktu liði niður í Kópavogsdal framhjá Hjallakirkju og að Skátaheimili. Þar var farið í leiki sem allir höfðu gaman að t.d. húllahrings- og minnisleiki ýmiskonar. Að því loknu var gengið með fram Digranesvegi og beygt inn í Heiðarhjalla þar sem Skólahljómsveitin beið eftir hópnum en þar kom hópurinn saman og gengum við undir lúðrablæstri og trommuslætti að skólunum. Vinabekkirnir kvöddust og hófst reipitogskeppni milli bekkja.  Síðan var öllum boðið uppá grillaðar pylsur (pulsur).  Ekki var hægt að sjá annað en dagurinn hafi heppnast vel og hver einstaklingur hafi notið sín í þessum stóra hópi. Hér eru myndir frá deginum. 

 

 

 

 

http://www.flickr.com/apps/slideshow/show.swf?v=104087

Posted in Fréttir.