agustagummi

Landnámshátíð 5. bekkja

agustagummiLandnámshátíð var haldin í Álfhólsskóla 1. júní 2011.  Byrjuðum við hátíðina á því að fara í skrúðgöngu í Kópavogsdalinn nánar tiltekið í Grenndarskóginn Laufás. Nemendur og kennarar klæddu sig upp í landnámsbúninga og nutu þess að setja sig í spor landnámsmanna. Þarna fórum við í leiki sem voru uppi á landnámstímanum, fórum á hestbak, unnum handverk, lékum leikþætti, stigum vikivaka og borðuðum fornan mat. Gleði ríkti í dalnum okkar og fengum við foreldra og 4. bekkinga í heimsókn og ekki annað að sjá en að þeir hafi lifað sig inn í stemmninguna.
Hérna eru myndir af deginum.

 

http://www.flickr.com/apps/slideshow/show.swf?v=104087

Posted in Fréttir.