Starfsfólk skólans hefur að undanförnu nýtt sér góða veðrið og farið í stuttar göngur sér til ánægju. Fyrsta gangan var farin á Úlfarsfellið og sú næsta í Elliðaárdalinn. Komumst við að því að það leynast miklir gönguhrólfar í hópnum eins og myndirnar sýna. Mikill léttleiki einkennir hópinn og ánægja er með göngurnar.

Gengið til gleði
Posted in Fréttir.