reykjamynd1

Reykjaferð 7. bekkja.

reykjamynd1Dagana 17. – 21. janúar síðastliðinn fóru nemendur 7. bekkja Álfhólsskóla í skólabúðirnar á Reykjum í Hrútafirði. Nemendur koma oft víða að af landinu og í þetta skiptið voru nemendur úr Hvassaleitisskóla í Reykjavík með okkur í skólabúðunum. Tókst með nemendum ágæt vinátta. Vikan leið hratt enda voru verkefnin næg á Reykjum. Nemendur fóru í náttúrufræði, ratleiki, íþróttir og sund, fóru á byggðasafnið og lærðu nokkra verleiki og smökkuðu á hákarli. Auðvitað sá starfsfólk Reykjaskóla um að færa til dagskráliði þannig að við gætum fylgst með „Strákunum okkar“ í handboltanum.
Á kvöldin voru haldnar kvöldvökur þar sem nemendur sáu um skemmtiatriði og leiki og tókst það vel. Ekki er hægt að segja annað að ferðin hafi verið hin ánægjulegasta í alla staði og mun örugglega seint renna nemendum úr minni.
Á vefsíðu skólabúðanna má skoða myndir frá dvölinni http://www.skolabudir.is/index.php? og þeir sem vilja geta sent tölvupóst á Karl og óskað eftir að fá senda mynd úr safninu. Tilgreina þarf nafn skóla og dvalartíma.   Líka er hægt að sjá myndir hér. 

http://www.flickr.com/apps/slideshow/show.swf?v=71649

Posted in Eldri fréttir.