tonlistarmidlun_001

Reykjaferð 7.bekkjar

tonlistarmidlun_001Í næstu viku mun 7. bekkur fara í skólabúðirnar að Reykjum í Hrútafirði. Krakkarnir hafa verið dugleg að safna fyrir ferðinni með því að selja ýmsar vörur s.s. snúða, kleinur, kaffi, lakkrís, bökunarpappír og klósettpappír.  Þeim hefur tekist að safna upphæð sem nægir fyrir ferðinni og rétt rúmlega það.  Nokkrir í þeim hópi hafa verið einstaklega áhugasamir en þau seldu annarskonar vörur að auki og lögðu inn á söfnunarreikninginn en það voru t.d. gulrætur, sultu og brauð og enn aðrir söfnuðu flöskum í haust. Við óskum þessum duglegu krökkum í 7. bekk til hamingju með þennan góða árangur og vonum að dvöl þeirra að Reykjum verði til gagns og ánægju. Þess má geta að þrjár mæður stráka úr bekkjunum sáu um að halda utan um söfnunina.

Posted in Eldri fréttir.