Dawid Kolka íslandsmeistari barna

Íslandsmeistari barna

Dawid Kolka íslandsmeistari barnaDawid Kolka er Íslandsmeistari barna í skák, 10 ára og yngri.  Mótið sem hann tók þátt í var mjög fjölmennt og fór fram um helgina í Salaskóla í Kópavogi . Dawid fór mikinn á mótinu, þar sem ríflega 100 krakkar tóku þátt og sigraði hann með fullt hús stiga. Í 2.-3. sæti urðu Vignir Vatnar Stefánsson og Hilmir Hrafnsson með 7 vinninga.   Nansý Davíðsdóttir varð Íslandsmeistari stelpna.   Í næstum sætum urðu Tinna Ósk Rúnarsdóttir og Ásdís Birna Þórarinsdóttir.  Mótið var haldið af Skáksambandi Íslands í samvinnu við Skákstyrktarsjóð Kópavogs sem styrkti á myndarlegan hátt við mótshaldið.  Samhliða aðalmótinu fór fram Peðaskák þar sem Logi Traustason hafði sigur. Nánar um árangurinn á skák.is

Posted in Skák.