Jolapiparkokur

Jólakaffihús

Jolapiparkokur11.-15. desember voru nemendur á yngra stigi með kaffihús í matsalnum. Þá mætti einn árgangur á dag í skreyttann salinn og nemendur fengu piparkökur og heitt súkkulaði. Piparkökurnar bökuðu þau sjálf í heimilisfræði vikurnar á undan. Gyða deildarstjóri yngsta stigs brá sér ýmist í hlutverk Fjólu Bjólu Leiðindaskjóðu eða Jólasveinku og sagði nemendum sögur. Þeir hópar sem voru í leiklist og tónmennt á meðan sáu um skemmtiatriði. Allir skemmtu sér vel og áttu notalega stund saman eins og sjá má á myndunum sem voru teknar þessa daga.

Posted in Eldri fréttir.