Tveir hópar í 8. bekk í myndmennt eru með sýningu á verkum sínum á göngum Hjalla. Nemendur hafa unnið með sjálfsmyndina í vetur. En fyrst gerðu þau blýantsteikningu sem þau unnu eftir eigin spegilmynd, því næst unnu þau nokkrar litlar skissur í poppstíl þar sem unnið var í anda Errós og Andy Warhol og út frá þeim stækkuðu þau eina sjálfsmynd upp sem þau máluðu í poppstíl. Flott vinna hjá frábærum krökkum. Hér er safn mynda frá þessum hópi.

Andy Warhol og Erró í Álfhólsskóla
Posted in Eldri fréttir.