Forvarnastefna Álfhólsskóla

Stefna Álfhólsskóla í forvörnum

Markmið forvarnar- og vímuvarnarstefnu Álfhólsskóla er að koma í veg fyrir neyslu nemenda á vímuefnum. Öll neysla áfengis, tóbaks og annarra vímuefna er stranglega bönnuð í skóla og á skólalóð. Skólinn samþykkir ekki vímuefnaneyslu nemenda sinna utan skólans og mun láta forráðamenn vita ef orðrómur er um eða nemendur skólans eru uppvísir að vímuefnaneyslu. Sömu reglur gilda einnig fyrir félagsmiðstöðina Pegasus. Forvarnarstefna skólans er endurskoðuð árlega.

Ferill um viðbrögð í Álfhólsskóla vegna gruns og/eða vitneskju um vímuefnaneyslu nemenda:

Allt starfsfólk skólans; skólastjórnendur, kennarar, námsráðgjafi, hjúkrunarfræðingur og gangaverðir eru á verði og koma upplýsingum tafarlaust til skólastjórnar eða umsjónarkennara ef grunsemdir vakna um notkun vímuefna. Skólastjórn ákveður hvernig þessum upplýsingum er komið til forráðamanna.

Ef grunur er á rökum reistur boðar skólastjórn, umsjónarkennari ásamt námsráðgjafa eða deildarstjóra forráðamenn á fund og segir þeim frá grunsemdum og bendir foreldrum á hvar hægt er að leita aðstoðar. Haft er samráð við félagsmiðstöð og forvarnarfulltrúa. Málið tekið fyrir nemendaverndarráði.

Ef um ítrekaða neyslu er að ræða tilkynnir skólastjóri barnaverndaryfirvöldum skriflega um málið og óskar eftir fulltrúa þeirra á fund ásamt forráðamönnum. Þar verður tekin ákvörðun um framhald málsins. 

Posted in Umskolann.