Skólaráð

Fulltrúar í skólaráði 2016 – 2017 eru:
Sigrún Bjarnadóttir
  Skólastjóri.

Fulltrúi almennra starfsmanna.
Anna Guðný Björnsdóttir  Húsvörður

Fulltrúar foreldra í skólaráði Álfhólsskóla:
Karl Einarsson

Varamaður
Selma Guðmundsdóttir

Fulltrúar kennara í skólaráði.

Sigrún Erla Ólafsdóttir
 Hrafnhildur Pálsdóttir 

Varamaður kennara
 

Fulltrúi grenndarsamfélags
Ragnar Gíslason

Fulltrúar nemenda í skólaráði. 

 

Andrea Þórey Sigurðardóttir 10. HGG,
Stefán Hjörleifsson 10. HGG,
Guðgeir Ingi Steindórsson 9. DÁ,
Liv Bárðardóttir 9. KG

Lög og reglur um skólaráð.

Skólaráð
Skólaráð skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks í viðkomandi skóla, tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum foreldra auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess. Skólaráð velur að auki einn fulltrúa grenndarsamfélags til að sitja í ráðinu eða viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra.

 Skólaráð

  • er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald.
  • tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans.
  • fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstaráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið.
  • skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiriháttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin.
  • fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda.

Skólaráð fjallar ekki um önnur málefni viðkomandi skóla en þau sem talin eru upp hér að ofan, nema skólanefnd (menntaráð) feli einstökum skólaráðum ákveðið verkefni þessu til viðbótar. Skólaráð fjallar ekki um málefni einstaklinga svo sem nemenda og kennara, heldur fylgist almennt með öryggi og aðbúnaði í skólanum og almennri velferð nemenda.

Menntamálaráðuneytið gefur út reglugerð um starfsemi skólaráða.

Skólaráð

Samkvæmt lögum um grunnskóla frá 2008 skal starfa skólaráð við grunnskóla sem er samstarfsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald.

·         Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans.

·         Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið.

·         Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin.

·         Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda.

Skólanefnd, sbr. 6 gr., getur með samþykki sveitarstjórnar falið skólaráðum einstakra skóla ákveðin verkefni þessu til viðbótar.“ (Lög um grunnskóla, samþykkt á Alþingi 29. maí 2008, II. kafli, 8.gr.)

Í skólaráð skal skipa níu einstaklinga til tveggja ára í senn:

·         Skólastjóri sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess

·         Tveir fulltrúar kennara.

·         Einn fulltrúa annars starfsfólks en kennara.

·         Tveir fulltrúar nemenda.

·         Tveir fulltrúar foreldra.

·         Einn fulltrúi úr grenndarsamfélaginu sem ofantaldir fulltrúar skólaráðs velja eða einn viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra.

Starfsáætlun skólaráðs 2015-2016

Skólaráð gerir ráð fyrir að hittast a.m.k. einu sinni í mánuði á skólaárinu og verða fundirnir kl. 08.10 að jafnaði.  Fundagerðir verða lesnar og samþykktar og settar í framhaldi af því á heimasíðu skólans.

Mánuður

Dagsetning

Verkefni

 

September

30. september

Skólabyrjun

Reglugerð og starfsreglur skólaráðs

Verkefnalisti skólaráðs

Farið yfir það helsta   sem við kemur skólastarfinu í vetur

Þróunarverkefni

Önnur mál

 

Október

 

16. október

Mat á skólastarfi

Starfsáætlun

Önnur mál

 

Desember

 

 

8. desember

Skólanámsskrá

Niðurstöður   samræmdra prófa og úrbætur

Fjárhagsuppgjör

Önnur mál

 

 

Febrúar

 

15. febrúar

Skóladagatal

Fjárhagsáætlun

Skólahúsnæði og   skólalóð

Öryggi og aðbúnaður

Önnur mál

 

Apríl

 

7. apríl

Stefnumótun

Kynning á niðurstöðum   kannana

Önnur mál

 

Maí

 

30. maí

Undirbúningur fyrir   næsta skólaár

Mat á skólastarfi og   umbótaáætlun

Önnur mál.

 

 

 

 
Posted in Skólaráð Álfhólsskóla.