Skólaráð

Fulltrúar foreldra í skólaráði Álfhólsskóla 2016 – 2017
 
Halla Valgeirsdóttir     hallaval@gmail.com        696-7199
Karl Einarsson     karleinars75@gmail.com        693 9358
 
Til vara:
Selma Guðmundsdóttir

Fulltrúar í skólaráð eru kosnir á aðalfundi samkvæmt starfsreglum foreldrafélagsins.

Nánari upplýsingar um skólaráð má finna undir Skólinn/skólaráð
Fundargerðir skólaráðsins má finna hér
Starfsreglur Foreldrafélags Álfhólsskóla um kosningu foreldra í skólaráð
Aðkoma foreldra að stjórnun skóla – Skólaráð – (sbr Handbók grunnskóla frá Heimili og skóla)
Á vettvangi skólaráðs koma foreldrar að mótun skólastarfsins. Skólaráð er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Samkvæmt 8.gr. laga nr. 91/2008 tekur skólaráð þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Þar er m.a. fjallað um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð fylgist einnig almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Skólaráð fær til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Foreldrar eru því virkir í hugmyndavinnu og ákvarðanaferlinu frá byrjun. Tveir fulltrúar foreldra sem sitja í skólaráði eru kosnir af foreldrum samkvæmt sérstöku ákvæði í 9. grein grunnskólalaga. Í 8. gr grunnskólalaga nr 91/2008 um skólaráð segir:
„Skólaráð skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks í viðkomandi skóla, tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum foreldra, auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess. Skólaráð velur að auki einn fulltrúa grenndarsamfélags til að sitja í ráðinu eða viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra. Auk þess skal skólastjóri boða til sameiginlegs fundar skólaráðs og stjórnar nemendafélags að lágmarki einu sinni á ári.‟
Reglugerð um skólaráð gefin út af menntamálaráðuneytinu 2008

 

Posted in Skólaráð.